14. apríl, 2025
Óðal

Þriðjudaginn 15. apríl stendur Húsráð Óðals fyrir páskaeggjaleit í Skallagrímsgarði á milli kl. 17 og 18. Viðburðurinn er fyrir börn og unglinga á miðstigi og unglingastigi. Eftir leitina verður kósý opnun fyrir unglingastig í Óðali, kakó, bíó og spilastemming. Munum að sýna tillitssemi – pössum í sameiningu að öll fái að minnsta kosti eitt egg á mann. Yngri systkini eru velkomin með að leita.

Ath! Rúta heim á Mýrar og GBF hring eins og vanalega á þriðjudögum, skráning í Abler appinu.

Tengdar fréttir