15. apríl, 2025
Óðal

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Vinnuskóla Borgarbyggðar fyrir sumarið 2025. Allir unglingar sem eru fæddir 2009-2011 og eru búsettir í Borgarbyggð geta sótt um í Vinnuskólanum. Boðið verður upp á útihópa í Borgarnesi og á Hvanneyri, en einnig er hægt að sækja um að fá að vinna á ýmsum stofnunum í Borgarbyggð. Umsóknir fara í gegnum Völu Vinnuskóla og hægt verður að sækja um til 11. maí. Nánari upplýsingar um Vinnuskólann má finna hér. Ef einhverjar spurningar vakna má senda póst á vinnuskolinn@borgarbyggd.is.