Dagskrá
1. Geymsluhúsnæði fyrir Sögufélag Borgarfjarðar
2409268
Framlagt erindi frá Sögufélagi Borgfirðinga í tengslum við flutning á bókaeymslu félagsins sbr. afgreiðslu fundar byggðarráðs Borgarbyggðar nr. 683.
Byggðarráð heimilar Sögufélagi Borgfirðinga að nýta húsnæði í eigu sveitarfélagsins á Varmalandi sem bókageymslu en telur ekki ástæðu til að gera sérstakan leigusamning þar að lútandi.
Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl
2. Gjaldskrá úrgangsþjónustu 2025
2504101
Rædd gjaldskrá vegna úrgangsþjónustu í Borgarbyggð. Framlögð drög að gjaldsskrá fyrir móttökustöðina við Sólbakka í Borgarnesi.
Framlagt og vísað til umræðu í Umhverfis- og landbúnaðarnefnd. Sveitarstjóra falið að undirbúa endurútreikning á álagningu fasteignagjalda árið 2025, til lækkunar, í tengslum við fyrirhugaða gjaldtöku á móttökustöð.
Samþykkt samhljóða.
3. Samskipti við Veitur vegna vatnsveitu á Varmalandi
2405162
Farið yfir fyrirkomulag rekstrar á Vatnsveitu Varmalands og samskipti við Veitur er varðar viðhald og rekstrarfyrirkomulag.
Málið kynnt og því vísað til umræðu í Umhverfis- og landbúnaðarnefnd.
Samþykkt samhljóða.
4. Vatnsveita Hraunhrepps
2106079
Framlögð fundargerð aðalfundar Vatnsveitu A í Hraunhreppi sem fram fór 15. apríl 2025. Þar var m.a. rætt um breytt eignarhald á veitunni og samþykkt tillaga um að "ganga til samninga við Borgarbyggð um að heimamenn yfirtaki eignarhlut hennar í veitunni."
Fundargerð framlögð og tillögu aðalfundar Vatnsveitu A i Hraunhreppi vísað til umfjöllunar i Umhverfis- og landbúnaðarnefnd.
Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl
5. Samningsgerð v. tjaldsvæða í Borgarnesi og Varmalandi
2411093
Farið yfir vinnu við samninga um rekstur tjaldsvæði í Borgarnesi í sumar.
Sveitarstjóri kynnti stöðu málsins en ekki náðust samningur við Drop Inn um að taka yfir reksturinn eins og stefnt hafði verið að. Sveitarstjóra falið að leita annarra leiða til að tryggja rekstur tjaldsvæðisins í Borgarnesi í sumar.
Samþykkt samhljóða.
6. Samstarf um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Bjargslandi
1912083
Farið yfir vinnu við gatnagerð við nýtt hverfi í Bjargslandi. Kynntar hugmyndir við markaðssetningu og fyrirkomulag á úthlutun lóða. Til fundarins kemur Atli Þór Jóhannsson framkvæmdastjóri Borgarverks.
Framkvæmdastjóri Borgarverks kynnti hugmyndir að fyrirkomulagi við útboð og úthlutun á lóðum í Birkikletti og tveimur nýjum safngötum í Bjargslandi. Byggðarráð tekur vel í hugmyndirnar og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram í samstarfi við Borgarverk.
Samþykkt samhljóða.
7. Aðalfundur 29. apríl 2025 - Fundarboð
2504081
Framlagð aðalfundarboð Veiðifélagsins Hvítár sem haldinn verður 29. apríl 2025
Framlagt og Bjarney L. Bjarnadóttur er falið að mæta á fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
8. Umsagnarmál frá Alþingi 2025
2503085
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar 272. mál - Sveitarstjórnarlög (mat á fjárhagslegum áhrifum)
Framlagt
Fylgiskjöl
9. Vallarás - hönnun og framkvæmdir
2311091
Tillaga að framhaldi á gatnaframkvæmd við Vallarás.
Framlagt minnisblað frá sviðsstjóra Skipulags- og umhverfissviðs. Byggðarráð tekur vel í þá tillögu að fresta yfirborðsfrágangi við Vallarás til ársins 2026 þannig að yfirborðsfrágangur tilheyri seinni áfanga verksins. Þess í stað verði stefnt að því að gerð tveggja botnlanga við lóðir nr. 8 og nr. 10 og gerð safngötu við lóðir nr. 5 og nr. 8 verði hluti af fyrri áfanga verksins sem nú stendur yfir og stefnt að því að ljúka í ár. Sveitarstjóra falið að leggja mat á kostnað og gera tillögu að viðauka við fjárfestingaráætlun ef þörf krefur.
Samþykkt samhljóða.
10. Samræmd móttaka flóttafólks
2303023
Þann 22.04.25 var lagt til kynningar fyrir Velferðarnefnd hver staða flóttafólks er í Borgarbyggð. Meðfylgjandi er bókun nefndarinnar: Ljóst er að sveitarfélagið ber töluverðan og fjárhagslegan þunga vegna fjölda flóttafólks sem hefur verið búsett í yfir tvö ár og framlag frá ríkinu, eða réttur sveitarfélaga til endurgreiðslu er ekki lengur til staðar skv. 15. gr. laga um félagsþjónustu nr. 40/1991. Mikilvægt er að fylgjast vel með þessari þróun. Samhliða því verður áfram unnið að því að fækka þeim sem þurfa á fjárhagsaðstoð að halda og markvisst auka þann hóp flóttamanna sem sækir atvinnu og eru virkir þáttakendur í samfélaginu. Erindi er vísað til Byggðarráðs til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
11. Mál til eigenda Orkuveitunnar
2504108
Kynnt þrjú mál sem Orkuveita Reykjavíkur er nú með til meðferðar og þarfnast samþykkis eða upplýsingagjafar til eigenda. Til fundarins koma undir þessum lið Sævar Freyr Þráinsson forstjóri Orkuveitunnar, Elín Smáradóttir yfirlögfræðingur Orkuveitunnar, Sigurður Harðarson frá Centra, Grímur Sigurðsson frá Landslögum, Einar Þórarinsson, framkvæmdastjóri Ljósleiðarans og Edda Sif Aradóttir, framkvæmdastjóri Carbfix.
Byggðarráð þakkar ítarlega og góða yfirferð á þeim málum sem kynnt voru.