Dagskrá
1. Grunnskóli Borgarfjarðar- Kleppjárnsreykjadeild - framkvæmdir á skólahúsnæði
2104092
Farið yfir gang framkvæmda við GBF á Kleppjárnsreykjum. Lögð fram beiðni frá stjórnendum skólans um breytingu á teikningu.
Byggðarráð samþykkir að gerðar verði breytingar á hönnun húsnæðis GBF á Kleppjárnsreykjum í samræmi við erindi stjórnenda GBF. Þannig er mætt óskum stjórnenda skólans. Byggðarráð væntir þess að breytingarnar muni hafa óveruleg áhrif á kostnað, verklok og að aðrar forsendur standist.
Samþykkt samhljóða.
2. Ársreikningur Borgarbyggðar 2024
2504002
Framlögð drög að endurskoðunarskýrslu ársins 2024.
Framlagt.
Fylgiskjöl
3. Háskólinn á Bifröst og þátttaka í OpenEU
2504056
Framlagt erindi frá Háskólanum á Bifröst þar sem Borgarbyggð er boðin þátttaka í OpenEU sem felur m.a. í sér að bæta aðgang íbúa af erlendum uppruna í dreifbýli að háskólanámi.
Byggðarráð þakkar gott boð og lýsir vilja til þátttöku. Í verkefninu getur falist afar kærkomið tækifæri t.d. fyrir hina fjölmörgu erlendu íbúa Borgarbyggðar.
Samþykkt samhljóða.
4. Húsnæði fyrir slökkvilið á Hvanneyri
2502140
Lögð fram uppfærð tillaga að nýju húsnæði fyrir Slökkvilið Borgarbyggðar á Hvanneyri sbr. afgreiðslu frá fundi byggðarráðs nr. 699. Heiðar Örn Jónsson slökkviliðsstjóri kemur til fundarins undir þessum lið og kynnir minnisblað um málið.
Byggðarráð tekur vel í uppfærða tillögu að nýrri slökkvistöð fyrir Slökkvilið Borgarbyggðar á Hvanneyri. Í henni felst að gerður verður samningur um leigu á liðlega 280 fermetra nýju og vel búnu húsnæði sem mun leysa af hólmi eldra og mun minna húsnæði. Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga til samninga um langtímaleigu á húsnæðinu í samræmi við framlagða tillögu. Ekki er miðað við að gera þurfi breytingar á fjárhagsáætlun Slökkviliðs Borgarbyggðar náist samningar.
Samþykkt samhljóða og vísað til fullnaðarafgreiðslu sveitarstjórnar.
Fylgiskjöl
5. Sjóvarnagarðar - umsókn um framkvæmdaleyfi
2504004
Í framhaldi af afgreiðslu á fundi byggðarráðs nr. 700, málsnúmer 230310, er lögð fram sú tillaga að inn í fjárfestingarramma ársins 2026 verði afmörkuð fjárhæð sem samsvarar kostnaðarmati við eflingu sjóvarna, sérstaklega með íþróttasvæðið í Borgarnesi í huga.
Byggðarráð samþykkir að vísa til sveitarstjórnar að áætla fjármagn til styrkingar á sjóvarnargörðum í fjárfestingarramma ársins 2026, sérstaklega með íþróttasvæðið í Borgarnesi í huga. Þannig verði tryggð fjármögnun á styrkingu og hækkun varnargarðs við íþróttasvæðið í samræmi við afgreiðslu 700. fundar byggðarráðs frá 6. mars 2025.
Samþykkt samhljóða.
6. Sameiningarviðræður Háskólans á Bifröst og Háskólans á Akureyri
2504058
Rætt um vægi Háskólans á Bifröst fyrir háskólamenntun á Vesturlandi og um land allt í ljósi yfirstandandi sameiningarviðræðna við Háskólann á Akureyri.
Byggðarráð Borgarbyggðar telur mikilvægt að jafnrétti til náms, aðgengi að menntun óháð búsetu og öðrum ytri aðstæðum, samhliða ófrávíkjanlegri kröfu um gæði náms og rannsókna, verði leiðarljós þeirra sameiningarviðræðna sem nú standa yfir milli Háskólans á Bifröst og Háskólans á Akureyri. Byggðarráð minnir á að Háskólinn á Bifröst er menntastofnun á gömlum merg sem býr að 100 ára sögu og arfleifð samvinnuhreyfingar í landinu og hefur reynst mikilvægur aflvaki nýsköpunar og þróunar á Vesturlandi.
Sem brautryðjandi fjarnáms á Íslandi hefur Háskólinn á Bifröst stutt við byggðafestu og byggðaþróun og stóraukið jafnræði og aðgengi til náms. Markmið Háskólans á Bifröst hefur frá upphafi beinst að því að efla íslenskt atvinnulíf og samfélag með því að mennta fólk til áhrifa og ábyrgðar. Mikilvægt er að gildi Háskólans á Bifröst, framsæknir kennsluhættir og framtíðarsýn um samfélagsábyrgð, frumkvæði og samvinnu verði áfram í heiðri höfð og haldist við lýði, komi til sameiningar Háskólans á Bifröst og Háskólans á Akureyri.
Samþykkt samhljóða.
7. Starfsemi Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands (EBÍ)
2504024
Framlögð fundargerð fulltrúaráðs EBÍ 19. mars 2025.
Framlagt.
Fylgiskjöl
8. Styrktarsjóður EBÍ-umsóknarfrestur
2504012
Framlögð tilkynning Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands um umsóknir í Styrktarsjóð EBÍ
Framlagt og sveitarstjóra falið að kanna tækifæri sem gætu falist í umsókn í sjóðinn.
Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl
9. Beiðni frá Golfklúbbi Borgarness um stuðning
2309287
Rædd beiðni Golfklúbbs Borgarness um stuðning vegna kostnaðar við umhirðu golfvallarins að Hamri. Jafnframt rædd önnur tækifæri í að nýta þjónustu klúbbsins til að styrkja markaðssetningu sveitarfélagsins.
Framlagt. Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna drög að samningi við Golfklúbb Borgarness sem felur kaup á þjónustu við umhirðu og framlag klúbbsins til markaðssetningar á sveitarfélaginu.
Samþykkt samhljóða.
10. Framtíð Hamarsbæjarins
2411241
Farið yfir stöðu samtals við Golfklúbb Borgarness um fyrirkomulag sölu á Hamarsbænum.
Byggðarráð leggur áherslu á að hluti af söluandvirði hússins verði nýttur í uppbyggingu á aðstöðu fyrir golfíþróttina enda yrði það hluti af uppgjöri.
Samþykkt samhljóða.
11. Samningsgerð v. tjaldsvæða í Borgarnesi og Varmalandi
2411093
Farið yfir helstu atriði í samningsgerð við aðila um rekstur tjaldsvæða í Borgarnesi og á Varmalandi.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að stefna að samningsgerð við aðila um rekstur tjaldsvæða á grundvelli framlagðra hugmynda með hliðsjón af ábendingum sem fram komu á fundinum.
Samþykkt samhljóða.
12. Bréf til sveitarfélaga frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga
2504045
Lögð fram til kynningar fyrirspurn Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga til framkvæmdastjóra sveitarfélaga landsins um fjárhagsleg áhrif nýrra kjarasamninga við kennara og viðbrögð við þeim. Jafnframt lagt fram svar sveitarstjóra.
Framlagt.
Fylgiskjöl
13. Kerfisáætlun Landsnets 2025-2034
2504064
Kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2025-2034 hefur verið gefin út og framundan kynning á áætluninni. Kerfisáætlun Landsnets gefur innsýn inn í áætlanir okkar um þróun og endurnýjun flutningskerfisins.
Lagt fram til kynningar en áætlunin hefur verið sett í samráð. Kynningarfundur verður haldinn í Borgarnesi 6. maí næst komandi.
Fylgiskjöl
14. Frágangur á lóð Hraunborgar á Varmalandi
2504057
Framlagt kostnaðarmat vegna fullnaðarfrágangs á lóð leikskólans Hraunborgar á Varmalandi.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að gera viðauka við framkvæmdaáætlun 2025 í samræmi við framlagt kostnaðarmat.
Samþykkt samhljóða.
15. Fyrirspurn frá FSRE um áhuga Borgarbyggðar á lóðum innan Kleppjárnsreykja
2311047
Framlagt svar Framkvæmdasýslunnar - Ríkiseigna (FSRE) við beiðni Borgarbyggðar um stækkun á lóð á Kleppjárnsreykjum þar sem standa Grunnskóli Borgarfjarðar, íþróttamannvirki og leiksvæði en lóðin er í eigu ríkisins.
Framlögð niðurstaða af samráðsfundi fulltrúa FSRE og fjármálaráðuneytisins um jarðir og auðlindir ríkisins frá 8. apríl sl. Niðurstaða fundarins var að fallist var á beiðni Borgarbyggðar um að endurskoða gildandi lóðarleigusamning þegar lóðin hefur verið stækkuð þannig að 7.794 fm stækkunin teljist hluti lóðar og lóðarleigusamningsins fyrir íþrótta- og skólasvæðið á Kleppjárnsreykjum.
Fylgiskjöl
16. Umsagnarmál frá Alþingi 2025
2503085
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar 268. mál - Verndar- og orkunýtingaráætlun (bætt málsmeðferð og aukin skilvirkni).
Framlagt.
Fylgiskjöl
17. Umsagnarmál frá Alþingi 2025
2503085
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár fyrir árin 2025-2029, 267. mál
Framlagt.
Fylgiskjöl
18. Umsagnarmál frá Alþingi 2025
2503085
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar 271. mál - Stefnur og aðgerðaáætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála, samgöngu og byggðamála (stefnumörkun).
19. Hafnasamband Íslands - fundargerðir 2025
2502009
Framlagðar fundargerðir 470. og 471. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands frá 19. febrúar og 28. mars 2025.
Framlagt.
Fylgiskjöl
20. Samband ísl. sveitarfélaga - fundargerðir 2025
2501012
Framlagðar fundargerðir 973., 974. og 975. fundar stjórnar Sambandsins frá 14., 19. og 20. mars 2025.
Framlagt.
Fylgiskjöl
21. Samband ísl. sveitarfélaga - fundargerðir 2025
2501012
Framlögð fundargerð 976. fundar stjórnar Sambandsins frá 4. apríl 2025.
Framlagt.
Fylgiskjöl